spot_img
HomeFréttirVærlöse í 6. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sigri á Hörsholm

Værlöse í 6. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með sigri á Hörsholm

Axel Kárason og félagar í danska úrvalsdeildarliðinu Værlöse höfðu á sunnudag góðan 86-82 sigur á Hörsholm og fóru fyrir vikið upp í 6. sæti deildarinnar með 16 stig.
 
Axel sem er einn af burðarásum Værlöse var næststigahæstur í leiknum með 18 stig, 8 fráköst, 1 stolinn bolta og 1 stoðsendingu. Axel verður svo aftur á ferðinni í kvöld þegar Værlöse fer á sterkan útivöll og leikur gegn Svendborg Rabbits en þeir eru við topp deildarinnar ásamt Bakken Bears og þessi tvö lið bera af í dönsku deildinni um þessar mundir.
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -