spot_img
HomeFréttirVærlöse á botninum eftir átta umferðir

Værlöse á botninum eftir átta umferðir

Landsliðsmaðurinn Axel Kárason og lið hans Værlöse verma botnsæti dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir þegar átta umferðum er lokið í úrvalsdeildinni. Tvö önnur lið deila botnsætinu með Værlöse en það eru Falcon og Aalborg Vikings.
 
 
Síðasta deildarviðureign Værlöse var 42 stiga skelur á heimavelli gegn Svendborg Rabbits, 60-102. Axel var með 6 stig og 8 fráköst í liði Værlöse en hann hefur verið með 10,3 stig og 9,4 fráköst að meðaltali í leik fyrstu átta umferðirnar. Axel er að finna sig fyrir utan þessi dægrin með 50% skotnýtingu í þristum en 38,5% nýtingu í teignum.
 
Næsti leikur Værlöse í dönsku úrvalsdeildinni er annað kvöld þegar liðið heimsækir Randers Cimbria sem er í 3. sæti deildarinnar með 6 sigra og 2 tapleiki.
  
Fréttir
- Auglýsing -