spot_img
HomeFréttir"Væri gaman að klára með stæl og vinna titil"

“Væri gaman að klára með stæl og vinna titil”

 Damon Johnson er samkvæmt helstu eftirgrennslan elsti leikmaður úrvalsdeildarinnar og í dag heldur Damon uppá sinn fertugasta og fyrsta afmælisdag.  Damon líkt og flestir vita leikur með Keflvíkingum þetta árið en hefur hinsvegar þurft að glíma við meiðsli mikin hluta tímabilsins. 
 
“Þetta er erfiðara en fólk heldur. Þetta hefur verið erfitt ár hjá mér þar sem ég hef þurft að hvíla mig mikið vegna meiðsla á hné.  Ég hef ekki verið í mínu besta formi þar sem lítil meiðsl hér og þar eru að angra mig. Flest þeirra vegna aldurs og slit á skrokknum eftir feril minn. En blessunarlega er mér byrjað að líða betur á vellinum á þessum hluta tímabilsins. Ég hef enn mikið keppnisskap en skrokkurinn á sína góðu daga og slæmu og það er lítið hægt að gera í því. Liðið hefur sýnt mér mikinn skilning og þolinmæði og ég vona bara að ég eigi púst í að klára tímabilið með stæl, koma liðinu í úrslit og vinna þann stóra þegar yfir líður.” sagði Damon Johnson þegar Karfan.is sló á þráðinn. 
 
 
 
Mynd/SbS: Damon fyrsti fertugi leikmaðurinn til að troða í úrvalsdeild
Fréttir
- Auglýsing -