Úrslitaleikurinn í 2. deild karla fer fram næsta laugardag en þar eigast við Mostri og Vængir Júpíters og fer leikurinn fram í Kennaraháskólanum í Reykjavík kl. 16:00. Bæði lið hafa engu að síður tryggt sér þátttökurétt í 1. deild karla á næstu leiktíð með því að komast í úrslitaleikinn.
Mostri lagði Laugdæli 64-61 í undanúrslitum og Vængir Júpíters höfðu betur gegn ÍG 105-101 í hinum undanúrslitaleiknum.
Þetta var dýrari týpan hjá Mostra því þeir fóru upp um deild í lánsbúningum þar sem þeir tóku á móti Laugdælum í Stykkishólmi og léku Mostramenn í búningum Snæfells.