Staðan er 29-46 fyrir Snæfell þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign Hólmara og Keflavíkur í undanúrslitum í Subwaybikarkeppni karla. Leikurinn fer fram í Toyotahöllinni í Reykjanesbæ og er ekki að sjá að Keflvíkingar séu á heimavelli.
Jón Ólafur Jónsson er með 13 stig í hálfleik í liði Snæfells en í andlausu liði Keflavíkur er Hörður Axel Vilhjálmsson með 9 stig.
Nánar síðar…



