Spánverjar eru þekktir fyrir allt annað en lognmollu þegar kemur að leiklýsingum. Um síðustu helgi áttust við jötnarnir Real Madrid og Barcelona í úrslitum Konungsbikarsins á Spáni. Eins og frægt er orðið þá var um hádramatískan slag að ræða og útvarpsmenn á Spáni létu sitt ekki eftir liggja. Smellið á hlekkinn hér að neðan til að heyra hvernig útvarpsmenn á Spáni fara með lýsingar á epískum leikjum en búið er að keyra útvarpslýsingar frá leiknum yfir myndskeið af lokamínútunni sem var vægt til orða tekið hjartastyrkjandi.



