spot_img
HomeFréttirUTPA tapaði fyrir Chicago

UTPA tapaði fyrir Chicago

22:30

{mosimage}

María Ben Erlingsdóttir var í byrjunarliði UTPA-skólans þegar hann tapaði fyrir Chicago state háskólanum 63-48 á útivelli í gær. UTPA gekk erfiðlega að skora og var María ekkert undanskilin en hún skoraði aðeins 2 stig og nýtti 1 af 8 skotum sínum.

María lék í 21 mínútu og skoraði 2 stig ásamt því að taka 2 fráköst og gefa 2 stoðsendingar.

Þetta var fimmti tapleikur UTPA í röð og hefur liðið unnið 8 af 19 leikjum sínum í vetur.

UTPA er nú á ferðalagi og því lýkur á þriðjudag þegar liðið fer til Fort Wayne í Indiana og mætir IPFW.

[email protected]

Mynd: vf.is

Fréttir
- Auglýsing -