spot_img
HomeFréttirUTPA Broncs töpuðu í úrslitaleiknum

UTPA Broncs töpuðu í úrslitaleiknum

Hildur Björg Kjartansdóttir og UTPA Broncs töpuðu úrslitaleiknum í WAC keppninni gegn New Mexico State háskólanum, 70-52 en það var skólinn sem lenti í 1. sæti riðilsins í vetur.  UTPA lenti hins vegar í þriðja sæti riðilsins.  Hildur Björg spilaði 11 mínútur eins og í undanúrslitunum en náði ekki að setja almennilega mark sitt á leikinn með ekkert stig en 2 fráköst.
 
Munurinn varð strax 19 stig í hálfleik en Broncs tókst þó að halda seinni hálfleik jöfnum án þess þó að ná að saxa eitthvað á forskot New Mexico State, sem uppskáru öruggan sigur og WAC meistaratitilinn.
 
Enn á eftir að koma í ljós hvort UTPA Broncs taki þátt í einhverju af þeim þremur keppnum sem haldnar verða núna í kjölfarið. Valið er sérstaklega í þær keppnir en það kemur í ljós á mánudaginn hvort Hildur Björg og félagar taki einhvern þátt í þeim.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -