Tveir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurður Gunnar Þorsteinsson og liðsfélagar í Solna Vikings gerðu góða ferð til Jamtland með 88-100 útisigri.
Sigurður gerði 8 stig í leiknum, tók 9 fráköst og var með sex stolna bolta! Serkan Inan var atkvæamestur í liði Solna með 26 stig.
Solna er nú í 7. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 5 sigra og 7 tapleiki.
Mynd/ Magnus Neck



