spot_img
HomeFréttirÚtisigur hjá KR án Monique

Útisigur hjá KR án Monique

12:35 

{mosimage}

Nýliðar KR höfðu góðan útisigur á Hamri í gærkvöldi 64-72 og komust þar með upp í þriðja sæti með Grindavík. Bæði KR og Grindavík hafa 12 stig í deildinni en KR á einn leik til góða á Grindavík og Hauka og geta því með sigri í næsta leik jafnað Hauka að stigum í 2. sæti deildarinnar. 

Leikurinn byrjaði mjög vel þar sem Fanney Guðmundsdóttir skoraði grimmt fyrir Hamar en eftir u.þ.b. fjórar mínútur var staðan 9-6. Þá tók Hildur Sigurðardóttir til sinna ráða í liði KR og skoraði nokkrar körfur og allt í einu snérist leikurinn KR í hag og varstaðan 13-31 í lok fyrsta leikhluta.  

Í öðrum leikhluta tóku Hamarskonur heldur betur við sér og í hálfleik var allt komið á suðupunkt á áhorfendapöllunum enda var munurinn einungis orðin 4 stig eða 38-42 fyrir KR.  

{mosimage} 

(Jóhanna Sveinsdóttir)

Seinni hálfleikurinn var hörkuspennandi og mikið jafnræði með liðunum. KR stúlkurnar náðu þó að síga vel framúr á síðustu mínútum leiksins þar sem Hildur Sigurðardóttir raðaði niður stigum fyrir lið sitt en hún skoraði 19 stig alls í leiknum, tók 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Þá voru systurnar Sigrún S. Ámundadóttir og Guðrún A. Ámundadóttir drjúgar við stigaskorið hjá KR.  

Hjá Hamri átti Fanney stórleik og skoraði 18 stig. La Kiste Barkus skoraði 22 stig og Íris átti mjög góðar innkomur í leiknum og setti niður 9 stig. Jóhanna skoraði 5 stig, Ragnheiður 5, Dúfa 3 og Hafrún 2.  

Karfan.is náði tali af Jóhannesi Árnasyni þjálfara KR sem var vitaskuld sáttur við sigurinn en við spurðum hann að því af hverju erlendi leikmaður hans, Monique Martin, hafi ekki verið með í leiknum. 

,,Monique fékk að fara heim yfir þakkagjörðarhátíðina. Hún er mikil fjölskyldukona og bað um að fá að fara strax í haust. Á leiðinni út á flugvöll í Georgíu varð slys á veginum svo hún sat föst í umferðateppu í tvær klukkustundir og missti af fluginu sínu af þeim sökum. Hún verður komin fyrir næsta leik,” sagði Jóhannes. 

,,Annars sýndu stelpurnar það í fyrsta leikhluta í gær að þær geta alveg spilað glimrandi bolta án þess að hafa Monique en hún hjálpar til við að lengja góðu sprettinu og stytta þá slæmu! Svo má alveg bæta því við að Hamar er í greinilegri framför og þær eiga pottþétt eftir að ná "óvæntum" úrslitum í vetur. Vonandi verður það samt ekki á móti okkur,” sagði Jóhannes sposkur. 

Tölfræði leiksins 

Myndirnar frá leiknum tók Karen Guðmundsdóttir – www.hamarsport.is

{mosimage}

(Ragnheiður Magnúsdóttir og Hildur Sigurðardóttir til varnar)

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -