spot_img
HomeFréttirUtah slær út Houston Rockets

Utah slær út Houston Rockets

 Í einu sjö leikja seríunni í fyrstu umferð var það Utah Jazz sem sló út Houston Rockets í nótt. Lokastaðan 103-99 í hörkuleik þar sem að Carlos Boozer fór á kostum. Pilturinn setti niður 35 stig hirti 14 fráköst og sendi 5 stoðsendingar. Yao Ming og Tracy Mcgrady fóru fyrir Houston með sitthvor 29 stigin en þau dugðu þó ekki í þetta sinn. Eftir leik gat svo Mcgrady ekki leynt vonbrigðum sínum og yfirgaf blaðamannafund í tárum. Svo var það Detroit sem tók forystu í einvígi sínu gegn Chicago nokkuð auðveldlega. Chauncey Billups og Rich Hamilton settu niður sitthvor 20 stigin hjá Pistons. Hjá Chicago voru lykilmenn hreinlega týndir eins og Ben Gordon sem setti aðeins 7 stig í leiknum.

Fréttir
- Auglýsing -