spot_img
HomeFréttirUtah lagði Phoenix

Utah lagði Phoenix

07:28:33
 Utah Jazz sneri við þriggja leikja taphrinu með góðum sigri á Phoenix Suns í nótt, 109-97, þar sem leikmenn Jazz héldu algjörlega aftur af Shaquille O'Neal, sem var með 9 stig og aðeins eitt frákast.

Þá vann San Antonio Spurs þriðja leikinn í röð þegar þeir lögðu LA Clippers á útivelli, 86-83. Það var Roger Mason sem kom Spurs yfir með 3ja stiga körfu þegar stutt var til leiksloka.

Loks vann Houston sigur á lánlausu liði Oklahoma City Thunder, 100-89, en þetta var 8. tap þeirra í röð. Þeir hafa nú tapað 10 leikjum og unnið einn.

Tölfræði leikjanna

ÞJ

Mynd: Carlos Boozer átti góðan leik í nótt.

Fréttir
- Auglýsing -