spot_img
HomeFréttirUtah Jazz nældu í Lauri Markkanen

Utah Jazz nældu í Lauri Markkanen

Cleveland Cavaliers sendu nú fyrir helgina Lauri Markkanen frá Finnlandi til Utah Jazz í skiptum fyrir stjörnuleikmanninn Donovan Mitchell. Ásamt Lauri fóru Collin Sexton, Ochai Agbaji, þrír fyrstu umferðar valréttir og tveir skiptimöguleikar til Utah í skiptum fyrir Donovan.

Lauri var valinn með sjöunda valrétt nýliðavalsins árið 2017 af Chicago Bulls eftir gott tímabil með Arizona State háskólanum. Fyrir síðasta tímabil var honum skipt yfir til Cavaliers, þar sem hann átti góðan vetur með efnilegu liði Cleveland. Skilaði 15 stigum og 6 fráköstum að meðaltali í leik. Lauri hefur allar götur síðan hann var valinn inn í deildina 2017 skilað sínu í deildinni, verið í byrjunarliði síns liðs í 256 skipti af 282 leikjum og verið með 15 stig og 7 fráköst á tæpum 30 mínútum spiluðum í leik.

Donovan er fór í skiptum fyrir hann hefur einnig verið atkvæðamikill síðan hann kom inn í deildina með 14. valrétt í sama nýliðavali 2017. Síðustu 3 tímabil hefur hann verið valinn í Stjörnuleik deildarinnar og þá hefur hann í heild skilað 24 stigum, 4 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -