spot_img
HomeFréttirUtah Jazz í góðum málum

Utah Jazz í góðum málum

dUtah Jazz virðast ekki eiga í sömu vandræðum með Golden State Warriors eins og Dallas liðið. Þeir sigruðu GSW í hörkuspennandi leik eftir framlengingu 127-117. Jazz leiddi með 5 stigum í hálfleik og í seinni hálfleik var jafnt á með liðunum á öllum tölum og því þurfti að framlengja. En svo virtist sem "bensínið" hafi verið að þrotum hjá leikmönnum GSW því Utah hreinlega valtaði yfir þá í framlenginguni 14-4 og sigruðu að lokum eins og fyrr segir með 10 stigum. Carlos Boozer átti enn einn stórleikinn þegar hann setti niður 30 stig  og tók 13 fráköst annars voru það 3 leikmenn  sem skoruðu yfir 20 stig og Deron Williams átti fínan leik með 17 stig og 14 fráköst. Baron Davis átti stórleik fyrir gestina með 36 stig og næstur honum var Jason Richardson með 27 stig. Utah þar með komnir í 2-0 í einvíginu. Don Nelson kenndi vítahittni sinna manna um tapið "Við vorum með þetta í okkar höndum og þurftum aðeins að setja niður vítaskotin. En það klikkaði" sagði Nelson í lok leiks. Þess má geta að GSW hefur einu sinni komið til baka eftir að hafa verið 2-0 undir í seríu en það var árið 1987 og einmitt gegn Utah Jazz.

Fréttir
- Auglýsing -