spot_img
HomeFréttirÚrvalsliðin unnu sína leiki

Úrvalsliðin unnu sína leiki

18:05

{mosimage}
(Jason Dourisseau var maður dagsins)

Stjörnuleikir KKÍ fóru fram í dag á Ásvöllum þar sem íslenska landsliðið karla og kvenna atti kappi gegn Iceland Express-liði karla og kvenna. Svo fór að Iceland Express-liðin unnu bæði í karla- og kvennaflokki.

Lokatölur í kvennaleiknum voru 94-103 þar sem LaKiste Barkus var kjörin besti leikmaðurinn en hún var með 32 stig.

Hjá körlunum vann Iceland Express-liðið með aðeins tveimur stigum 111-113. Jason Dourisseau var valinn besti maður leiksins en hann var með 36 stig.

Í þriggja-stiga keppninni voru það Keflvíkingar sem voru hlutskarpastir en þau Pálína Gunnlaugsdóttir og Guðjón Skúlason unnu og eru því þriggja-stiga drottning og kóngur.

Í troðslukeppninni var Jason Dourisseau leikmaður KR hlutskarpastur en hann Jerry Cheves í úrslitum og er troðslukóngur.

[email protected]

Myndir: [email protected]

{mosimage}
(Iceland Express-lið karla)

{mosimage}
(Petrúnella Skúladóttir)

Fréttir
- Auglýsing -