spot_img
HomeFréttirÚrvalsliðin tilbúin sem mæta landsliðunum

Úrvalsliðin tilbúin sem mæta landsliðunum

14:00
{mosimage}

(Pálína Gunnlaugsdóttir og Molly Peterman verða samherjar í úrvalsliði kvenna á morgun) 

Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari kvennaliðs Keflavíkur hefur valið 12 leikmenn sem munu etja kappi við A-landslið kvenna á laugardag klukkan 13:30 í Keflavík og þá hefur Benedikt Guðmundsson þjálfari karlaliðs KR valið sitt úrvalslið sem mætir A-landsliði karla á laugardag klukkan 15:30. 

Jón valdi eftirtalda leikmenn: 

Pálína Gunnlaugsdóttir – Keflavík
Rannveig Randversdóttir – Keflavík
Telma B. Fjalarsdóttir – Haukar
Íris Sverrisdóttir – Grindavík
Ólöf Helga Pálsdóttir – Grindavík
Þórunn Bjarnadóttir – Valur
Kesha Watson – Keflavík
Monique Martin – KR
Tiffany Roberson – Grindavík
Kiera Hardy – Haukum
La K Barkus – Hamar
Molly Peterman – Valur 

Benedikt valdi eftirtalda leikmenn: 

BA Walker – Keflavík
Tommy Johnson – Keflavík
Jonathan Griffin – Grindavík
Justin Shouse – Snæfell
Dimitar Karadzovski – Stjörnunni
Cedric Isom – Þór Akureyri
Damon Bailey – Njarðvík
Joshua Helm – KR
Óðinn Ásgeirsson – Þór Akureyri
Fannar Helgason – Stjarnan
Darri Hilmarsson – KR 

Í hálfleik á karlaleik verður troðslukeppni en nú þegar hafa 8 leikmenn skráð sig til leiks svo það má búast við einhverjum skemmtilegum tilþrifum. 

Eins og áður hefur komið fram þá ætlar karfan.is að sýna beint frá leikjunum og troðslukeppninni ef netsamband næst og heldur. Takist ekki að ná netsambandi verða leikirnir engu að síður teknir upp og hægt verður að sjá þá hjá karfan.is að leikjum loknum en fylgist vel með, það verður allt gert til þess að koma leikjunum í loftið. 

www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -