spot_img
HomeFréttirÚrvalslið úrvalsdeildanna valin í dag

Úrvalslið úrvalsdeildanna valin í dag

10:00
{mosimage}

Fyrri hluti úrvalsdeildar karla og kvenna verður gerður upp í dag þegar úrvalslið deildanna verða kunngjörð. Valið er fimm manna úrvalslið í karla- og kvennaflokki, besti leikmaður, besti þjálfari, besti dómari og svo dugnaðarforkurinn þar sem leikmenn fá verðlaun fyrir sína frammistöðu sem kemur ekki endilega fram í tölfræðiþáttum leiksins.

Á miðvikudag hefst síðan keppni í úrvalsdeild að nýju þegar konurnar ríða á vaðið með þremur leikjum sem allir hefjast kl. 19:15. Stórleikur verður í Röstinni þegar bikarmeistarar Grindavíkur taka á móti Keflavík, KR fær Snæfell í heimsókn og Valur tekur á móti Hamri. Fjölnir og Haukar mætast svo á fimmtudag í síðasta leik umferðarinnar.

Keppni í karlaflokki hefst á fimmtudag með þremur leikjum sem einnig hefjast allir kl. 19:15. Þór Akureyri mætir Keflavík í Höllinni á Akureyri, Skallagrímur fær nýliða Breiðabliks í heimsókn og Stjarnan tekur á móti Grindavík í Garðabæ.

1. deild karla hefst svo föstudaginn 9. janúar, 1. deild kvenna hefst laugardaginn 10. janúarog fyrstu fjölliðamót í yngri flokkum hefjast svo helgina 24.-25. janúar.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -