spot_img
HomeFréttirÚrvalslið Dominosdeildar kvenna

Úrvalslið Dominosdeildar kvenna

Ruslið velur úrvalslið deildarkeppninnar, besta leikmann og þjálfara. Valið er ekki huglægt heldur byggt á tölfræði. Skilvirkni spilar stóran þátt í vali bestu leikmanna skv. aðferðum Ruslsins, en ekki persónulegt álit undirritaðs á umræddum leikmönnum
 
G: Hildur Sigurðardóttir (SNÆ) – besti leikstjórnandi landsins. Leiddi deildina í AST% með 34,1% og hlutfalli stoðsendinga á móti töpuðum boltum með 2,124.
G: Lele Hardy (HAU) – leiddi deildina í stigum (26,8) og fráköstum (19,2). Hæsta PER deildarinnar í 42,5 og leiddi deildina í TRB% með 47,7%.
F: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir (KR) – góður frákastari og varnarmaður. Langbesti leikmaðurinn í frekar þunnu KR liði. Fjórða besta PER deildarinnar 20,4.
F: Bryndís Guðmundsdóttir (KEF) – leiddi íslenska leikmenn í PER með 26,9. Gríðarlega skilvirkur sóknarmaður með 1,114 stig per sókn og mikill frákastari.
C: Hildur Björg Kjartansdóttir (SNÆ) – súlan í teignum hjá Snæfelli. Næstefst í PER af íslenskum leikmönnum með 25,8. Skilvirkur sóknarmaður með 1,111 stig í sókn. Góður frákastari og varnarmaður með 3,3% BLK%
 
MVP Lele Hardy (HAU)
 
Þjálfari ársins: Ingi Þór Steinþórsson (SNÆ) – Snæfell var besta lið deildarinnar skv. FourFactors, bæði í vörn og sókn. Skoruðu 97,6 stig per 100 sóknir og leyfðu aðeins 78,7. Sóknarnýtingin var framúrskarandi eða 46,4% en andstæðingar Snæfells nýttu aðeins 37,5% sókna til að skora eitt stig eða meira. Snæfell vann 25 af 28 leikjum deildarinnar og vann deildarkeppnina örugglega.
 
Honorable mentions:
Chelsie Schweers (HAM) kom seint inn á seinni hluta deildarinnar og olli strax miklum usla. Hún setti níu þrista úr 14 tilraunum á Njarðvík í sínum þriðja leik og skoraði 54 stig gegn Keflavík í lok febrúar. Engu munaði að hún yrði eini meðlimur 50/40/90 klúbbsins á Íslandi eftir leiktíðina með 49,2% skotnýtingu, 48,7% þriggja stiga nýtingu og 91,8% vítanýtinu. Hún varð önnur í PER í deildinni með 38,8 og skoraði 1,274 stig per sókn.
Fréttir
- Auglýsing -