13:08
{mosimage}
Unglinganefnd KKÍ hefur staðið fyrir markvissu starfi síðustu árin. Dæmi um það eru keppnisferðir yngri landsliða á EM og NM, afreksbúðir, úrvalsbúðir og svo framvegis.
Í fyrra voru úrvalsbúðirnir kynjaskiptar og tóksr sú breyting mjög vel. Fyrri úrvalsbúðirnar verða helgina 14. og 15. júní. Í ár eru búðirnir fyrir leikmenn fædda 1995-1997. Meiri uppýsingar um búðirnar má finna á vef KKÍ.
Til þess að þessar búðir heppnist vel þá þurfa íslensk körfuknattleiksfélög að senda KKÍ upplýsingar um efnilega leikmenn á þessum aldri. KKÍ getur ekki boðað leikmenn sem eru ekki tilnefndir af félögunum.
KKÍ leitar nú til aðildarfélaga og þjálfara um að tilnefna leikmenn í búðirnar og koma þeim á framfæri á skrifstofu KKÍ í tölvupósti á [email protected] eigi síðar en föstudaginn 23. maí.
Mjög mikilvægt er að fram komi nafn leikmanns og heimilisfang ásamt því frá hvaða félagi hann kemur.