spot_img
HomeFréttirÚrvalsbúðir KKÍ 2008

Úrvalsbúðir KKÍ 2008

19:00
{mosimage}

Eins og nokkur síðastliðin ár stendur KKÍ fyrir úrvalsbúðum fyrir efnilega leikmenn, bæði fyrir drengi og stúlkur, en í ár verða búðirnar kynjaskiptar en það var nýbreytni í fyrra og gafst mjög vel. Úrvalsbúðirnar eru undanfari yngri landsliða KKÍ. 

Að þessu sinni eru það leikmenn fæddir 1995, 1996 og 1997 sem eiga kost á þátttöku í búðunum sem haldnar verða annars vegar 14.-15. júní og hins vegar 23.-24. ágúst næstkomandi.

Nánari upplýsingar um búðirnar verða í bréfi sem sent verður til þeirra sem tilnefndir eru og munu einnig birtast hér á heimasíðu sambandsins. KKÍ leitar nú til aðildarfélaga og þjálfara um að tilnefna leikmenn í búðirnar og koma þeim á framfæri á skrifstofu KKÍ í tölvupósti á [email protected] eigi síðar en föstudaginn 23. maí.  

Mjög mikilvægt er að fram komi nafn leikmanns og heimilisfang ásamt því frá hvaða félagi hann kemur.

 

www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -