spot_img
HomeFréttirÚrslitin ráðast á Eden mótinu

Úrslitin ráðast á Eden mótinu

Í kvöld fara fram síðustu leikir Eden mótsins í Hveragerði þegar heimamenn í Hamri spila við Hauka annars vegar og Þór Þorl. mætir FSu hins vegar. Sigri Hamar Hauka standa þeir uppi sem sigurvegarar en þeir eru taplausir á mótinu og sigruðu Þór Þorl á föstudaginn með 87 gegn 66. Haukar lytu í lægra haldið gegn FSu 65-80 en þó eru möguleikar Hauka á að sigra mótið en til staðar. Til þess að það gerist verður Þór að sigra FSu og að sjálfsögðu Haukar að vinna leikinn gegn Hamri.
 
Leikur FSu og Þórs Þorl. hefst kl. 18:30 og leikur Hamars og Hauka er kl. 20:15.
Fyrri leikur föstudagsins var viðureign Hamars og Þórs úr Þorlákshöfn, tvö lið sem alltaf leggja sig 110 % fram gegn hvort öðru. Leikurinn náði þó aldrei að verða spennandi í þetta skiptið þar sem Hamar var komið með 10 stiga forustu strax um miðjan fyrsta leikhluta og um miðjan þriðja leikhluta var munurinn komin í 25 stig (62 – 37). Eftir það náði leikurinn aldrei flugi og hélst um 20 stiga munur á liðunum allt til loka og endaði leikurinn 87 – 66.
 
Stigahæstir hjá Þór
Emil Einarsson 18
Þorsteinn Ragnarsson 14
Baldur Ragnarsson 13
 
Stigahæstir hjá Hamri
Naríjus Taraskus 14
Darri Hilmarsson 9
Ragnar Nathanelsson 8
Ellert Arnarson 8
Hilmar Guðjónsson 8
 
Seinni leikur dagsins var Haukar gegn Fsu. Fyrirfram hefði mátt búast við að þetta yrði leikur kattarins að músinni þar sem annað liðið er í efstu deild á meðan hitt er samsett af ungum strákum úr drengja og unglingaflokki. Sú varð þó ekki raunin þar sem leikurinn var jafn og spennandi megnið af leiktímanum. Að loknum fyrsta leikhluta voru Haukar yfir 16 – 12 og óhætt að segja að varnarleikur hafi verið í fyrirrúm. Í öðrum hélt sama baráttan áfram og á tímabili í virtist sem Örn Sigurðsson virtist ætla að taka yfir stigaskor Haukana og réðu leikmenn Fsu lítið við hann og Haukarnir leiddu með tveimur stigum (33 – 31) í hálfleik. Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði, aldrei langt á milli og bæði lið gerðu tilkall til sigurs á þessum tímapunkti var alveg slokknað á Erni en Sveinn Ómar var funheitur og skoraði tíu stig í þriðja leikhluta. Á sama tíma var allt Fsu liðið að leggja lóð á vogarskálarnar og sennilegast var það sem skildi að í lokinn þar sem Haukar duttu í einstaklingsframtak á meðan Fsu voru allir á tánum og á síðustu tveimur og hálfri mínúttu leiksins breytti Fsu stöðunni úr 65 – 69 í 65 – 80 og lönduðu þar sangjörnum sigri.
 
Stigahæstir hjá Haukum
Örn Sigurðarson 14
Sveinn Ómar Sveinsson 12
Óskar Magnússon 7
Emil Barja 7
 
Stigahæstir hjá Fsu
Valur Orri Valsson 22
Guðmundur Gunnarsson 17
Orri Jónsson 11
 
[email protected] og Daði Steinn Arnarsson
 
Mynd: Valur Orri Valsson fór hreinlega á kostum í leiknum[email protected]
 
Fréttir
- Auglýsing -