spot_img
HomeFréttirÚrslitin í kvennaflokki hefjast á sunnudag

Úrslitin í kvennaflokki hefjast á sunnudag

15:25
{mosimage}

(Pálína Gunnlaugsdóttir leikur nú í þriðja sinn í röð um þann stóra!) 

Breytingar hafa verið gerðar á niðurröðun úrslita í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik. Úrslitarimman millum Keflavíkur og KR mun hefjast á sunnudag í Toyotahöllinni í Keflavík og hefst fyrsti leikur liðanna kl. 16:00. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir árekstra við úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. 

Leikjaniðurröðun úrslitanna verður því eftirfarandi: 

Úrslit 

Sunnudagur 30. mars kl. 16:00
Keflavík-KR 

Þriðjudagur 1. apríl kl. 19:15
KR-Keflavík 

Föstudagur 4. apríl kl. 19:15
Keflavík-KR
 

Sunnudagur 6. apríl kl. 16:00
KR-Keflavík (ef með þarf) 

Þriðjudagur 8. apríl kl. 19:15
Keflavík-KR (ef með þarf) 

Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -