spot_img
HomeFréttirÚrslitin hefjast í kvöld

Úrslitin hefjast í kvöld

Þá er komið að því. Í kvöld hefjast úrslitin í Iceland Express deild karla þar sem deildarmeistarar Grindavíkur og nýliðar Þórs úr Þorlákshöfn munu berjast um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Grindavík hefur einu sinni áður orðið Íslandsmeistari en Þórsarar leika nú í fyrsta sinn til úrslita.
Á leið sinni í úrslit hafði Grindavík 2-0 sigur á Njarðvík í 8-liða úrslitum og þeirra næsta fórnarlamb var Stjarnan 3-1. Þór lagði Snæfell 2-1 í 8-liða úrslitum og svo KR 3-1 í undanúrslitum.
 
Grindavík sem deildarmeistari fer með heimavallarréttinn í einvíginu og því er leikið í Röstinni í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15. Sýnt verður beint frá leiknum á Stöð 2 Sport, lifandi tölfræðilýsing á KKÍ.is og vitaskuld verður Karfan.is á staðnum með fréttir, viðtöl og veglegt myndasafn.
  
Fréttir
- Auglýsing -