Úrslitaeinvígi KR og Stjörnunnar hefst í kvöld og er fyrsti leikur liðanna í DLH-Höllinni í vesturbænum kl. 19:15. KR á heimaleikjaréttinn í seríunni svo ef til oddaleiks kemur þetta árið þá mun hann fara fram í vesturbænum. Stjarnan sló út Snæfell 3-0 á leið sinni í úrslit en KR lagði Keflavík 3-2. Þessi tvö lið mætast nú í fyrsta sinn í lokaúrslitum og Stjarnan leikur í fyrsta sinn um titilinn.
Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport en fyrir þá fjöldamörgu sem leggja leið sína í DHL-Höllina í kvöld er ekki úr vegi að mæta snemma. Forsala aðgöngumiða hófst í gær á leik kvöldsins en miðasala hefst kl. 16:00 í dag.
Leið liðanna í úrslit:
KR:
KR 2-0 Njarðvík
KR 3-2 Keflavík
Stjarnan:
Grindavík 1-2 Stjarnan
Snæfell 0-3 Stjarnan
Heimasigrar Stjarnan: 2
Útisigrar Stjarnan: 3
Tap úti Stjarnan: 1
Heimasigrar KR: 3
Útisigrar KR: 2
Tap úti KR: 1
Tap heima KR: 1
Eins og sést hefur Stjarnan enn ekki tapað á heimavelli í úrslitakeppninni og fyrir úrslitakeppnina hafði liðið unnið fjóra heimaleiki í röð og liðið því samtals ósigrað í sex síðustu heimaleikjum sínum að meðtalinni deildarkeppni. Þegar deildarkeppninni lauk hafði KR unnið einn leik á heimavelli og slík er staðan núna, KR hafði unnið þrjá leikið í röð heima áður en Keflavík kom í leik þrjú og vann eftir framlengda spennuviðureign.
KR-Stjarnan
Leikur 1 í úrslitum
Kl. 19:15 í kvöld
Fjölmennum á völlinn