Á eftir kl. 11:15 að íslenskum tíma mætast Ísland og Svíþjóð í úrslitum um Norðurlandameistaratitilinn í körfuknattleik í flokki U16 ára karla. Þá mætast Ísland og Finnland í bronsleik kl. 10:45 að íslenskum tíma í flokki U18 ára karla. Kvennalið Íslands máttu sætta sig við að tapa öllum sínum leikjum á mótinu og ná því ekki leik um verðlaunasæti að þessu sinni.
Leikir dagsins (Ísl. tími):
10:45 U18 kk: Ísland-Finnland (bronsleikur)
11:15 U16 kk: Ísland-Svíþjóð (úrslitaleikur)
Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni tölfræðilýsingu á netinu og þá verður einnig hægt að fylgjast með honum í beinni netútsendingu hjá Svíunum. Sjá hér að neðan:
Ljósmynd/ [email protected] – Maciej Baginski og félagar í U16 ára landsliðinu mæta Svíum í stórleik á eftir. 




