spot_img
HomeFréttirÚrslitaspá: María Ben Erlingsdóttir

Úrslitaspá: María Ben Erlingsdóttir

14:30
{mosimage}

(María með liðsfélaga sínum úr UTPA skólaliðinu)

Keflavíkurmærin María Ben Erlingsdóttir sendi okkur spá alla leið frá Ameríku þar sem hún leikur með UTPA skólanum. María telur að Margrét Kara og félagar í KR beri sigur úr bítum í kvöld!

,,Haukar-KR mun vera mjög spennandi og jafn leikur. Ég hef fylgst mikið með kvennakörfunni í vetur og þá sérstaklega úrslitakeppninni og ég hef tekið eftir því að Hildur hefur verið að spila rosalega vel fyrir KR og mun vera mikilvæg í þessum leik. KR er með mikla baráttuleikmenn eins og Köru, Guðrúnu Gróu og Helgu sem hætta aldrei og gefast ekki upp. Sigrún hefur verið að hitta vel og er virkilega mikilvæg sóknarlega fyrir KR.

Hjá Haukunum eru útlendingarnir og Kristrún mjög mikilvægir og þurfa að eiga toppleik. Ég tel að Ragna Margrét geti leikið sér að KR ingum inn í teignum og þarf að spila vel sóknarlega og varnarlega.

Haukar og KR eru mjög jöfn lið að mínu mati. Ég tel að liðsfélaginn minn, Kara, og félagarnir úr KR muni vinna þennan úrslitaleik en þó aðeins með 2 til 5 stigum,“ sagði María Ben Erlingsdóttir.

Fréttir
- Auglýsing -