08:30
{mosimage}
(Anna María)
Annar Keflvíkingurinn í spádómsröðinni er Anna María Sveinsdóttir en ekki fyrir svo margt löngu lagði hún körfuboltaskóna á hilluna eftir einhvern farsælasta körfuboltaferil Íslandssögunnar. Sjáum hvað Anna hefur fram að færa fyrir oddaleik Hauka og KR í slagnum um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki.
,,Það er bara frábært að fá hreinan úrslitaleik um titilinn, þessi lið hafa sýnt ágætis tilþrif hingað til en leikurinn á miðvikudag á eftir að einkennast af mikilli baráttu beggja liða, ég veit ekki hvort við fáum að sjá góðan körfubolta það á eftir að koma í ljós enda mikið í húfi og spennustigið hátt. Fyrir þessa leiki spáði ég KR 3-0 sigri, mér fannst stemmingin í liðinu það mikil eftir að hafa sópað Keflavík út en það hefur aldeilis ekki gengið eftir sem betur fer fyrir okkur sem fylgjumst með. Haukarnir þurfa að fá Kristrúnu í gang ef þær ætla sér að vinna þetta, hún hefur ekki verið að sýna sig í þessum leikjum hingað til eins og hún hefur átt frábært tímabil í vetur, aftur á móti hefur Hildur í KR gjörsamlega verið sýna allar sínar bestu hliðar í úrslitakeppninni eftir "magran" vetur, leikur þessara liða veltur mikið á þessum tveimur leikmönnum. Ég ætla að spá hinu íslenska liði KR sigri 68-65 eftir mikla baráttu,“ sagði Anna María.



