spot_img
HomeFréttirÚrslitaspá: Ágúst Sigurður Björgvinsson

Úrslitaspá: Ágúst Sigurður Björgvinsson

15:30
{mosimage}

(Ágúst Sigurður Björgvinsson)

Landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Íslands, Ágúst Sigurður Björgvinsson, á von á jöfnum leik að Ásvöllum í kvöld og segir að það muni skipta liðin miklu máli að Slvica (Haukar) og Hildur (KR) nái fram sem bestum leik. Þá vill Ágúst að slegið verði áhorfendamet á kvennaleik!

,,Það er náttúrulega bara magnað að fá loksins oddaleik í lokaúrslitum. Það eru orðin sjö ár síðan að lokaúrslitin fóru í oddaleik, síðast 2002. Þetta er leikur sem engin áhugamaður í körfunni á að láta framhjá sér fara. Leikir þessara liða hafa verð ótrúlega spenandi og býst maður ekki við að það verði einhver undantekning þar í þessum leik. Það verður engin svikinn á að mæta á Ásvelli í kvöld.

Að spá til um sigur í þessum leik er alls ekki svo auðvelt. Í upphafi móts spáði ég KR-ingum sigri og nú eru þær einum sigri frá því. En það lið sem kemur betur undirbúið andlega inn í þennan leik mun fara með sigur af hólmi. Það mun reyna vel á þjálfarateymi liðanna en bæði liðin eru með góða menn í brúnni. Yngvi Gunnlaugsson og Henning Henningsson hjá Haukum og Jóhannes Árnason og Hörður Gauti hjá KR. Mjög öflugir þjálfara þar á ferð.

Slavica er að mínu mati búin að vera besti leikmaður Íslandsmótsins og stjórnað Haukaliðinu ótrúlega vel í vetur. Sóknarleikur Hauka hefur oft og tíðum verið vandræðalegur gegn sterkri vörn KR-ing og þarf Slavica að stíga upp í sókninni ætli Haukar sér sigur og stjórna sóknarleik Hauka eins og hún gerði þegar Haukarnir voru að spila best í vetur. Haukarnir hafa sterka sóknarleikmenn í Kristrúnu, Rögnu Margréti og Moniku Knight sem stóla á að fá botann á réttum stöðum á réttum tímum og það er helsta hlutverk Slavicu sem hún hefur gert frábærlega í vetur.

KR-ingar hafa verið mjög sterkar varnarlega í vetur og er að spila mjög þétta maður á mann vörn. Í síðust leikjum höfum við séð nokkur ný afbryggði í varnarleik KR-inga. Þær hafa spilað 2-3 svæðisvörn og nú í síðasta leik diamond & 1 á Slavicu. KR-liðið er skipað mörgum landsliðsleikmönnum (Hildur, Kara, Guðrún Ámund, Sigrún og Helga spiluðu allar A-landsleik síðasta sumar, auk þess að Gróa æfði með liðinu). Það er gaman fyrir mig að sjá hvað þær hafa verið að spila vel. Varnaleikur liðsins hefur verið helsti styrkleiki KR-inga í vetur. Sóknarlega er Hildur sú sem dregur vagnin og Sigrún kemur ekki langt á eftir henni. Hildur hefur verið að stíga mjög vel upp í úrlitakeppninni og stjórnað leik KR vel. Hildur þarf að eiga góðan dag í sókninni ætli KR sér sigur eins og Sigrún og Margrét Kara. Einnig er mikilvægt að Helga nái að spila vel þar sem boltin gegnur mjög vel í gegnum hana í sókninni.

Þetta verður bara gaman í kvöld, sjáumst öll á Ásvöllum og setjum áhörfendamet í kvenna leik!!!!!“

Fréttir
- Auglýsing -