spot_img
HomeFréttirÚrslitakeppnin undir í Njarðvík

Úrslitakeppnin undir í Njarðvík

Næst síðustu umferð Dominos deildar karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Í Keflavík fá heimamenn Þór Ak í heimsókn. Keflavík á enn möguleika á fjórða sætinu með sigri en tapi liðið getur það ekki endað ofar en sjötta sæti vegna innbyrgðisviðureignarinnar við Þór Þ. Akureyringar geta einnig með sigri farið langt með að tryggja sæti í úrslitakeppninni en ljóst er að sú barátta verður hörð fram á síðastu mínútur deildarkeppninnar. 

 

Í Ljónagryfjunni er svo von á Ghetto hooligans og ÍR í þýðingarmiklum leik um sæti í úrslitakeppninni. Njarðvík hefur tapað þrem af síðustu fjórum leikjum og gætu misst af úrslitakeppni í fyrsta skiptið í 23 ár. Staða liðsins er sérlega slæm í ljósi þess að þeir eru undir í innbyrgðisviðureignum við flest lið í kringum sig. ÍR aftur á móti hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum og geta enn klifið ofar í töflunni og komist í úrslitakeppnina í fyrsta skiptið í nokkur ár. 

 

Vilhjálmur Theodór Jónsson fór í janúar síðastliðnum frá ÍR til Njarðvíkur og var þá gert samkomulag á milli félagana að hann myndi ekki leika þennan leik. Fjarvera hans gæti haft nokkur áhrif á Njarðvík en ljóst er að tapi liðið þessum leik er staðan orðin ansi slæm.

 

Auk þess fara þrír leikir fram í 1. deild karla. Þar eru liðin byrjuð að undirbúa sig fyrir úrslitakeppnina en fáar breytingar geta orðið á sætum í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Hamar getur tryggt sér síðasta sætið í úrslitakeppninni með sigri í Dalhúsum en liðið þarf að tapa báðum sínum leikjum og Vestri að vinna til að breyting geti orðið.

 

Leikir dagsins:

 

Dominos deild karla:

Keflavík – Þór Ak kl 19:15 

Njarðvík – ÍR kl 19:15 (í beinni á Stöð 2 sport)

 

1. deild karla:

Breiðablik – ÍA kl 19:15

Fjölnir – Hamar kl 19:30

Ármann – Vestri kl 19:15

Fréttir
- Auglýsing -