spot_img
HomeFréttirÚrslitakeppnin stendur sem hæst í WNBA

Úrslitakeppnin stendur sem hæst í WNBA

11:58
{mosimage}

(Sophia Young gerði 27 stig fyrir Sparks í sigurleiknum gegn Monarchs)

Hart er nú barist í úrslitakeppni WNBA deildarinnar þar sem átta lið standa eftir og leika í undanúrslitum á sinni strönd. Á Vesturströninni mætast Los Angeles Sparks og Seattle Storm annars vegar þar sem staðan er jöfn 1-1 og hinsvegar mættust San Antonio Silver Stars og Sacramento Monarchs þar sem Silver Stars unnu 2-1 eftir 86-81 sigur í síðustu viðureign liðanna. Silver Stars eru því komnar áfram í úrslit Vesturstrandarinnar.

Á Austurströninni mætast Detroit Shock og Indiana Fever en þar er staðan jöfn 1-1. Í hinni viðureigninni Austanmegin mættust svo New York Liberty og Connecticut Sun þar sem einvíginu lauk 2-1 New York í vil eftir góðan 66-62 sigur í síðustu viðureign liðanna í nótt.

Tveir leikir fara svo fram í nótt þegar Storm og Sparks mætast í sínum þriðja leik á Vesturströndinni og á Austurströndinni mætast svo Shock og Fever en það er einnig þeirra þriðji leikur. Þau lið sem vinna í nótt komast áfram í úrslit.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -