spot_img
HomeFréttirÚrslitakeppnin klár í Euroleague

Úrslitakeppnin klár í Euroleague

Deildarkeppni Euroleague er lokið og ljóst hvaða lið munu mætast í 8-liða úrslitum. Darussafaka Dogus Istanbul varð síðasta liðið inn í 8-liða úrslit eftir sigur í hreinum úrslitaleik gegn Crvena Avezda mts Belgrade.

Darussafaka Dogus Istanbul lagði Belgrade 78-62 í þessum mikilvæga leik þar sem Brad Wannamaker gerði 22 stig og gaf 5 stoðsendingar fyrir Istanbul en Ognjen Kuzmic var með 14 stig í liði Belgrade.

Úrslitakeppni Euroleague 2017:

Real Madrid – Darussafaka Dogus Istanbul
Panathinaikos Superfoods Athens – Fenerbache Istanbul
Olympiacos Piraeus – Anadolu Efes Istanbul
CSKA Moskva – Baskonia Vitoria Gasteiz

Í átta liða úrslitum þarf að vinna þrjá leiki til að komast áfram í undanúrslit en leikið verður dagana 18. apríl – 2. maí og eftir það hefjast undanúrslit.

Fréttir
- Auglýsing -