spot_img
HomeFréttirÚrslitakeppnin í Svíþjóð hefst í kvöld

Úrslitakeppnin í Svíþjóð hefst í kvöld

Í kvöld hefst úrslitakeppnin í sænsku úrvalsdeildinni og verða öll þrjú Íslendingaliðin í eldlínunni. Strax eftir átta liða úrslitin er ljóst að eitt Íslendingalið mun fara snemma í sumarfrí þar sem LF Basket og Sundsvall Dragons mætast í fyrstu umferð en þessi lið höfnuðu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar.
 
 
Með LF Basket leikur Haukur Helgi Pálsson en þeir Hlynur Bæringsson, Jakob Örn Sigurðarson, Ægir Þór Steinarsson og Ragnar Nathanaelsson leika allir með Sundsvall Dragons. LF Basket vann allar deildarviðureignir liðanna á tímabilinu. Viðureign LF og Sundsvall verður í beinni í kvöld hér: www.kuriren.nu
 
Þá mun Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefja leik á útivelli með Solna Vikings þessa úrslitakeppnina en Solna leikur gegn Boras Basket í átta liða úrslitum. Það er brekka framundan hjá Víkingunum úr höfuðstað Svíþjóðar því Boras hafnaði í 2. sæti deildarkepninnar en Solna í 7. sæti og skyldu 20 stig liðin að í deildinni.
 
Úrslitkeppnin í Svíþjóð þetta tímabilið
 
Norrköping Dolphins – Uppsala Basket
Södertalje Kings – KFUM Nassjö
LF Basket – Sundsvall Dragons
Boras Baske – Solna Vikings
  
Lokastaðan í deildinni
Grundserien
Nr Lag V/F Poäng
1. Södertälje Kings 26/8 52
2. Borås Basket 25/9 50
3. Norrköping Dolphins 25/9 50
4. LF Basket 23/11 46
5. Sundsvall Dragons 21/13 42
6. Uppsala Basket 21/13 42
7. Solna Vikings 15/19 30
8. KFUM Nässjö 10/24 20
9. Umeå BSKT 8/26 16
10. Jämtland Basket 7/27 14
11. ecoÖrebro 6/28 12
 
 
Mynd/ LF Basket – Haukur og félagar í LF hafa heimaleikjaréttinn gegn Sundsvall.
Fréttir
- Auglýsing -