spot_img
HomeFréttirÚrslitakeppni kvenna: Haukar - Keflavík (Tölfræði)

Úrslitakeppni kvenna: Haukar – Keflavík (Tölfræði)

Haukar og Keflavík mætast í dag í undanúrslitum kvenna í Dominosdeildinni. Haukar eru sterkt frákastalið með Lele Hardy þar í fararbroddi en Keflavík hefur hefðina og reynsluna á bakvið sig. Keflavík þarf hins vegar að hafa umtalsvert fyrir þessari viðureign þar sem Lele Hardy getur dottið í sama gír og hún var í þegar hún leiddi Hauka til bikarmeistaratitils með ótrúlegri frammistöðu í úrslitaleik. Það gæti hins vegar einnig verið akkilesarhæll Hauka að treysta of mikið á ómannlegt framlag frá Hardy. Henda boltanum á hana og standa og bíða eftir kraftaverkinu. Haukar hitta líka verst þeirra liða í úrslitakeppninni inni í teignum og þar þurfa liðsfélagar Hardy að stíga upp.  Keflavík þarf að passa töpuðu boltana og sóknarfráköst andstæðinga sinna og einnig nýta teiginn til hins ítrasta þar sem þær ættu að hafa yfirhöndina.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -