Þetta er sú sería sem er hvað opnust. Bæði þessi lið hafa verið upp og niður á leiktíðinni. Bæði leið eru mjög góð varnarlið en Njarðvík hefur yfirhöndina í sókn. Þessi lið skiptu með sér sitt hvorum leiknum í vetur svo það er staðfest að bæði lið geta unnið hitt. Njarðvíkingar hitta gríðarlega vel fyrir utan og það getur fleytt þeim langt í þessari seríu. Haukar eru hins vegar líka með skyttur sem geta dottið í gírinn þó þær séu ekki eins stöðugar og þær hjá Njarðvík.
Bæði lið hafa unga og spennandi leikmenn innanborðs en einna mest spennandi verður viðureign Elvars Friðrikssonar og Emils Barja sem eru tveir af allra bestu leikstjórnendum landsins í dag. Þeir sem ekki hafa enn séð Elvar spila ættu að drífa sig á þessa leiki og berja drenginn augum þar sem hann verður farinn til Bandaríkjanna næsta vetur.



