spot_img
HomeFréttirÚrslitakeppni karla: KR-Snæfell (Tölfræði)

Úrslitakeppni karla: KR-Snæfell (Tölfræði)

Þessi viðureign gæti orðið leikur kattarinns að músinni en ef Snæfell spilar eins og pappírinn segir ættu þeir alveg að geta stolið svo mikið sem einum leik. Snæfell hefur lent í meiðslum og vandamálum á tímabilinu sem hafa eflaust sett töluverðan svip á árangur liðsins í vetur. Mótherji Snæfellinga er hins vegar 21-1 deildarmeistari sem spilar eins og vel smurð vél sem framleiðir sigurleiki á færibandi, svo það verður við ramman reip að draga hjá Snæfellingum í næstu leikjum.
 
Pavel Ermolinskij hatar ekki að spila á móti Snæfelli og hann skilaði þrefaldri tvennu í báðum leikjum liðanna í vetur sem KR-ingar unnu. Sóknarleikur KR-inga er nánast lýtalaus. Skilvirkni skín úr hverju horni og lið sem skorar 112 stig í 100 sóknum, hittir 38% fyrir utan þriggja stiga línuna en þarf aðeins að sækja 15% af stigum sínum af línunni, er ekkert að grínast. Sem vitnisburð um skotnýtingu KR í vetur þá tóku þeir 1555 skot utan að velli (næstfæst allra liða) og hittu úr 764 (flest allra liða) sem gefur nýtingu upp á 49,1%. KR er með um 59% nýtingu í teignum og ekkert svæði á vellinum þar sem þeir hitta undir 36%. Varnarleikur Snæfells verður að hoppa upp á næsta level til að eiga roð í deildarmeistarana – eða vonast til að þeir mæti til leiks með hálfum hug eins og þegar þeir mættu Grindvíkingum strax eftir jól.
 
Fréttir
- Auglýsing -