spot_img
HomeFréttirÚrslitakeppni eða ekki úrslitakeppni

Úrslitakeppni eða ekki úrslitakeppni

15:00

{mosimage}

Henry Birgir Gunnarsson ritstjóri tímaritsins Sport sem fylgdi með Fréttablaðinu í gær skrifar áhugaverðan leiðara í blaðið. Við fengum leyfi hjá Henry til að birta leiðarann hér á síðunni.

Glæsileg og stórskemmtileg úrslitakeppni í Iceland Express-deildinni er í fullum gangi þessa dagana. Úrslitakeppnin í körfunni vekur óskipta athygli á ári hverju og það ekki að ástæðulausu.

Frábær umgjörð, mikil stemning og síðast en ekki síst magnaður körfubolti. Það er vel við hæfi   að óska KKÍ til hamingju með að hafa komið körfuboltanum hér heima á þann stall sem hann er nú kominn á. Menn mega ekki gleyma að það gerðist ekki þrautalaust.

Körfuboltahreyfingin hefur ræktað garð sinn vel síðustu ár og ekki síst félögin sem hafa verið aðstórbæta umgjörðina ár frá ári. Það hefur margoft sýnt sig að slík vinna skilar sér í betri aðsókn.Á sama tíma grætur ákveðinn hópur handboltaunnenda yfir því að ekki sé úrslitakeppni lengur íhandboltanum. Skilur ekki hvernig hægt sé að sleppa slíkum stórviðburði sem skili sér í fullu húsitrekk í trekk. Þetta sama fólk virðist ekki búa yfir neinu langtímaminni. Sú ákvörðun að leggjaúrslitakeppnina af var ekki tekin af góðu. Ákvörðunin var lífsnauðsynleg til þess að bjarga íþróttinni hér á landi. Aðsóknin á deildarleiki var orðin sama sem engin og úrslitakeppnin var hætt að trekkja að fólk. Áhorfendur voru ekkert að mæta í sama mæli á úrslitakeppnina og áður. Það er staðreynd. Deildin var að deyja drottni sínum. Fólk vissi ekki hvenær leikir væru, aðgengi að upplýsingum á netinu sama og ekkert, engir fastir leikdagar og leiktímar í tómu rugli.

Þessir hlutir ásamt mörgum öðrum stuðluðu að því að fólk var hætt að mæta á handboltaleiki.  Úrslitakeppnin virtist einnig fara fram hjá fólki. Þegar svo var við komið varð hreyfingin að segjastopp og byrja upp á nýtt. Ekki bara til þess að vekja aftur áhuga fólks á deildinni heldur einnig til þess að fjölga samkeppnishæfum liðum sem var ekkert að ganga miðað við það kerfi sem lagt var af.

HSÍ ákvað einnig að auka kröfur til liðanna er varða umgjörð en umgjörð félaganna er grunnurinn að árangri á þessu sviði. Ef enginn er grunnurinn er ekkert til þess að byggja á. Handboltaáhugamenn verða að vera raunsæir og þolinmóðir. Það mun taka tíma að byggja deildina aftur upp hér á landi. Róm var ekki byggð á einum degi.

Undirritaður hefur tekið eftir því að þessar breytingar sem gerðar hafa verið á umgjörð og leikfyrirkomulagi eru smám saman að skila sér. Það er fleira fólk að koma á leikina og umgjörð er öll önnur á flestum stöðum en hún var. Þegar búið er að styrkja grunn deildarinnar almennilega er fyrst hægt að íhuga þann möguleika að taka aftur upp úrslitakeppni. Handboltahreyfingin má alls ekki sofa á verðinum næstu tímabil. Hún verður að halda því góða starfi sem byrjaði í vetur áfram og bæta um betur á mörgum sviðum.

Úrslitakeppni er engin töfralausn í dag eins og margir halda. Það sást skýrt síðast þegar það var úrslitakeppni í handboltanum. Fólk mætti einfaldlega ekki og stemningin var langt frá því að vera álíka góð og í körfuboltanum í dag. Ástæðan er að karfan hefur ræktað sinn garð betur síðustu ár.

Henry Birgir Gunnarsson

Mynd: Henry Birgir Gunnarsson 

Fréttir
- Auglýsing -