Helgina 24.-26. apríl næstkomandi munu úrslit yngri flokka fara fram í Stykkishólmi. Frá þessu er greint á heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands.
Úrslitahelgin ber nafnið Landflutningsmótið og mun gera það næstu tvö keppnistímabil. Í frétt KKÍ segir einnig að fjölmargar umsóknir hafi borist um úrslitahelgina en að stjórn KKÍ hafi að lokum valið Stykkishólm sem sinn áfangastað.
Á þessari helgi mætast bestu lið yngri flokkanna og hafa jafnan sést glæsileg tilþrif í þessum úrslitaleikjum og þá má ekki gleyma að framkvæmd helganna síðastliðin ár hefur verið til mikillar fyrirmyndar með sterkri umgjörð.
Mynd úr safni/ Íslansmeistarar KR í 8. flokki karla árið 2014



