spot_img
HomeFréttirÚrslitahelgi yngri flokka í Smáranum

Úrslitahelgi yngri flokka í Smáranum

Nú fer að draga til tíðinda í yngri flokkum en úrslit yngri flokka munu að þessu sinni fara fram í Smáranum í Kópavogi dagana 26. og 27. apríl næstkomandi. Hér að neðan má sjá leiktíma yfir þessa úrslitahelgi og hvenær hvaða flokkar leika til úrslita. Karfan.is mun svo að sjálfsögðu greina ítarlega frá allri úrslitahelginni. Áhugasamir ættu ekki að láta sig vanta í Smárann þessa tvo daga þegar framtíðarleikmenn þjóðarinnar leiða saman hesta sína.
 
 
26. apríl
 
10:00 9. flokkur stúlkna
12:00 10. flokkur drengja
14:00 stúlknaflokkur
16:00 drengjaflokkur
 
27. apríl
 
10.00 9. flokkur drengja
12:00 10.flokkur kvenna
14:00 11. flokkur drengja
16:00 unglingaflokkur kvenna
18:00 unglingaflokkur karla
  
Fréttir
- Auglýsing -