spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaÚrslitaeinvígi Vals og Tindastóls rúllar af stað í kvöld

Úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls rúllar af stað í kvöld

Valur tekur á móti Tindastóli í kvöld í fyrsta leik úrslitaeinvígis Subway deildar karla.

Um er að ræða sömu lið og léku til úrslita árið 2022, en þá hafði Valur sigur eftir æsispennandi einvígi, 3-2.

Á leið í úrslitin hafði Tindastóll fyrst sigur á Keflavík í 8 liða úrslitum 3-1 áður en þeir lögðu Njarðvík í undanúrslitum, einnig 3-1. Íslandsmeistarar Vals fóru öllu erfiðari leið í úrslitin, þar sem þeir lögðu Stjörnuna í 8 liða úrslitum, 3-1, en í undanúrslitum þurfti oddaleik til að skera úr um sigurvegara í einvígi þeirra gegn Þór, 3-2.

Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn

Leikur dagsins

Úrslit – Subway deild karla

Valur Tindastóll – k. 19:15

Fréttir
- Auglýsing -