spot_img
HomeFréttirÚrslitaeinvígi Sundsvall og Norrköping hefst í dag

Úrslitaeinvígi Sundsvall og Norrköping hefst í dag

 
Í dag kl. 14:00 að íslenskum tíma hefst úrslitaeinvígi Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni. Vinna þarf fjóra leiki til þess að verða sænskur meistari svo mikið mun mæða á þeim Jakobi Sigurðarsyni og Hlyni Bæringssyni á næstunni.
Norrköping komst í úrslitaseríuna eftir sigur gegn LF Basket á útivelli í oddaleik liðanna en Sundsvall flaug inn í úrslit eftir 3-0 sigur á Södertalje Kings.
 
Fréttir
- Auglýsing -