spot_img
HomeFréttirÚrslitaeinvígi sem fóru 3-1 og oddaleikirnir

Úrslitaeinvígi sem fóru 3-1 og oddaleikirnir

Í kvöld er fjórði leikur Grindavíkur og Þórs úr Þorlákshöfn og staðan í einvíginu er 2-1 Grindavík í vil. Hér á eftir fer stutt yfirlit yfir þau einvígi sem fóru í fjóra leiki en ef Grindavík verður Íslandsmeistari í kvöld verður það samtals áttunda einvígið síðan árið 1984 sem fer í fjóra leiki.
1984-1989 þurfti aðeins að vinna tvo leiki til að verða meistari og síðar varð að vinna fjóra leiki en síðan árið 1996 eða þegar Grindavík varð einmitt meistari hefur þurft að vinna aðeins þrjá leiki í úrslitum. Árið 1996 varð Grindavík Íslandsmeistari eftir 4-2 sigur á Keflavík.
 
Úrslitaeinvígi sem farið hafa 3-1
 
2000
Grindavík 1-3 KR
 
2001
Njarðvík 3-1 Tindastóll
 
2004
Snæfell 1-3 Keflavík
 
2005
Keflavík 3-1 Snæfell
 
2006
Njarðvík 3-1 Skallagrímur
 
2007
Njarðvík 1-3 KR
 
2011
KR 3-1 Stjarnan
 
2012
?
 
Hér eru þau einvígi sem farið hafa í oddaleiki:
 
1985
Njarðvík 2-1 Haukar
 
1988
Njarðvík 1-2 Haukar
 
1989
Keflavík 2-1 KR
 
1991
Njarðvík 3-2 Keflavík
 
1992
Keflavík 3-2 Valur
 
1994
Grindavík 2-3 Njarðvík
 
1999
Keflavík 3-2 Njarðvík
 
2009
KR 3-2 Grindavík
 
2010
Keflavík 2-3 Snæfell
 
2012
?
  
Fréttir
- Auglýsing -