spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÚrslitaeinvígi fyrstu deildar kvenna fer af stað í kvöld

Úrslitaeinvígi fyrstu deildar kvenna fer af stað í kvöld

Úrslitaeinvígi fyrstu deildar kvenna fer af stað í kvöld.

Njarðvík tekur á móti Grindavík í fyrsta leik einvígis í Ljónagryfjunni kl. 19:15.

Fyrir þetta einvígi hafa liðin mæst í tvígang í vetur og Njarðvík haft sigur í báðum leikjum. Þann fyrri unnu þær með 9 stigum í febrúar, en þann seinni með 28 stigum í byrjun maí.

Njarðvík að sjálfsögðu deildarmeistarar þennan veturinn, kláruðu Ármann 3-0 í undanúrslitum. Grindavík endaði í 3. sæti deildarkeppninnar, unnu ÍR 3-0 í undanúrslitunum.

Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér sæti í Dominos deild kvenna.

Leikur dagsins

Fyrsta deild kvenna:

Njarðvík Grindavík – kl. 19:15

Fréttir
- Auglýsing -