spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÚrslitaeinvígi 1. deildar karla hefst í kvöld

Úrslitaeinvígi 1. deildar karla hefst í kvöld

Hamar tekur á móti Vestra í fyrsta leik úrslitaeinvígis 1. deildar karla í Frystikistunni í Hveragerði kl. 19:15.

Fyrir þetta einvígi hafa liðin mæst í tvígang í vetur og liðin skipst á sigrum. Þann 5. febrúar mættust liðin í Hveragerð þar sem Hamar hafði öruggan 16 stiga sigur. Seinni leikur liðanna fór fram 26. apríl á Ísafirði þar sem Vestri vann 15 stiga sigur.

Hamar komst í úrslitaeinvígið með því að sigra nágranna sína, fyrst 2-0 sigur á Hrunamönnum í 8. liða úrslitum og svo 3-1 sigur í baráttunni um Ingólfsfjalli er liðið mætti Selfossi.

Vestri hefur sópað báðum sínum einvígjum, fyrst 2-0 gegn Fjölni og síðar sigraði liðið Skallagrím 3-0 í undanúrslitunum.

Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér sæti í Dominos deild karla.

Leikur dagsins

Fyrsta deild karla:

Hamar-Vestri – kl. 19:15

Fréttir
- Auglýsing -