spot_img
HomeFréttirÚrslit yngriflokkanna halda áfram í DHL-Höllinni um helgina

Úrslit yngriflokkanna halda áfram í DHL-Höllinni um helgina

15:19

{mosimage}

Um síðustu helgi voru krýndir fjórir nýjir Íslandsmeistarar og um næstu helgi 25. – 27. apríl munu fimm til viðbótar verða krýndir.  15 leikir fara fram um helgina og mikið verður um að vera.

Helgina 25. – 27. apríl munu úrslit yngriflokka KKÍ halda áfram en vel tókst til um síðustu helgi þar sem margir lögðu leið sína til að horfa á okkar efnilegasta körfuknattleiksfólk leika til úrslita.  Á föstudeginum hefjast undanúrslitin og lýkur þeim mjög seint á laugardagskvöldinu.  Leikið verður svo til úrslita í fimm flokkum á sunnudeginum.

Góð umgjörð er um leikina hjá unglingaráði KR körfu og eru það forréttindi krakkanna að spila í þessu umhverfi.  Áhorfendur hafa verið að mæta vel og góð stemmning myndast á leikjunum sem voru til að mynda um síðustu helgi þræl spennandi og skemmtilegir.  Njarðvíkingar eignuðust tvo Íslandsmeistara um síðustu helgi en Grindavík og KR náðu sér í einn.  Það verður spennandi að sjá hvaða lið standa uppi sem sigurvegarar um helgina en það kemur allt í ljós í DHL-Höllinni.

Líkt og um síðustu helgi mun unglingaráð halda úti lifandi tölfræði með diggri hjálp Rúnars Birgis sem hefur séð um að skrá alla leikmenn inní kerfið og Óskari Ófeigi sem hefur staðið vaktina einsog herforingi, en auk hans kom Brynjar Steingríms sterkur inn í úrslitaleikina og hjálpaði við að koma upplýsingunum á vefinn.  

Á sunnudeginum mun KRTV senda alla úrslitaleikina beint út með lýsingu valinkunnugurra manna, útsendingin hefst tíu mínútum fyrir settan leiktíma. Mikið áhorf var um síðustu helgi og var þetta í fyrsta skipti sem úrslitaleikir í yngriflokkum voru sýndir beint.

Án hjálpar sjálfboðaliða körfuknattleiksdeildar KR væri ekki hægt að standa að þessum viðburði og vill unglingaráð KR körfu nota tækifærið hér og þakka þeim öllum kærlega fyrir þeirra framlag.

Leikir helgarinnar eru eftirfarandi:
Föstudagurinn 25. apríl
Klukkan 18:30     KR – FSu               Ufl. karla
Klukkan 20:30     Keflavík – Fjölnir    Ufl. karla 

Laugardagurinn 26. apríl
Klukkan 09:00     Breiðablik – Fjölnir              9.fl.karla
Klukkan 10:45     Þór Þ./Hamar – Keflavík     9.fl. karla
Klukkan 12:30     Keflavík – UMFN                 9.fl. kvenna
Klukkan 14:15     Grindavík – Keflavík B        9.fl. kvenna
Klukkan 16:00     Fjölnir – Breiðablik              11.fl. karla
Klukkan 17:45     Haukar – Skallagrímur        11.fl. karla
Klukkan 19:30     Grindavík – Keflavík            Stúlknaflokkur
Klukkan 21:15     Haukar – KR                        Stúlknaflokkur

Sunnudagurinn 27. apríl
Klukkan 10:00     úrslitaleikur 9. flokkur karla
Klukkan 12:00     úrslitaleikur 9. flokkur kvenna
Klukkan 14:00     úrslitaleikur 11. flokkur karla
Klukkan 16:00     úrslitaleikur stúlknaflokkur
Klukkan 18:00     úrslitaleikur unglingaflokkur karla

Við hvetjum alla til að fjölmenna á leikina og styðja við bakið á sínum liðum.

www.kr.is/karfa

Mynd: Ingimar Victorsson

Fréttir
- Auglýsing -