spot_img
HomeFréttirÚrslit: Valur tekur 1-2 forystu

Úrslit: Valur tekur 1-2 forystu

Rétt í þessu var að ljúka þriðju undanúrslitaviðureign Keflavíkur og Vals í Domino´s deild kvenna. Valskonum hefur tekist það sem eflaust fæstir bjuggust við en það er að vinna tvo leiki í röð í Toyota-höllinni gegn ríkjandi deildar- og bikarmeisturum Keflavíkur. Lokatölur í kvöld 68-75 Valskonum í vil.
 
Staðan í einvíginu er því 1-2 Valskonum í vil og dugir þeim því einn sigur til viðbótar til að tryggja sér sæti í úrslitarimmunni. Lifandi tölfræði frá leiknum er frosin um miðjan þriðja leikhluta en Kristrún Sigurjónsdóttir fór mikinn í liði Vals í kvöld. 
 
Keflavík-Valur 68-75 (9-18, 21-18, 16-22, 22-17)
 
Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 17/6 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 15/4 fráköst/5 stolnir, Jessica Ann Jenkins 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 10/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 8/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 8/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0.
 
Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 24/9 fráköst, Jaleesa Butler 15/15 fráköst/8 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 11, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 10/4 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 7/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Brynja Pálína Sigurgeirsdóttir 0, Kristín Óladóttir 0, Elsa Rún Karlsdóttir 0, María Björnsdóttir 0.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -