spot_img
HomeFréttirÚrslit: Valur og Haukar einu skrefi frá úrslitunum

Úrslit: Valur og Haukar einu skrefi frá úrslitunum

Tveir leikir fóru fram í kvöld í undanúrslitum Dominos deildar kvenna. Fyrir kvöldið voru Haukar og Valur með 1-0 forystu í einvígunum og gátu heimalið kvöldsins jafnað einvígin með sigri.

Nýliðar Fjölnis tóku á móti Val í Dalhúsum og tókst Fjölniskonum að svara ágætlega fyrir stórt tap í fyrsta leik. Það dugði þó ekki til og fór svo að lokum að Valsarar unnu góðan sigur. Í Blue Höllinni áttust við heimakonur í Keflavík og Haukar. Sigur Hauka var að lokum nokkuð sannfærandi og líta hafnfirðingar vel út þessa dagana.

Bæði Valur og Haukar eru því komin í 2-0 stöðu og geta tryggt sig áfram í úrslitaeinvígið með sigri í næsta leik. Þriðji leikur einvígjanna fer fram föstudagskvöldið næstkomandi.

Úrslit dagsins

Dominos deild kvenna:

Fjölnir 76-83 Valur

Valur leiðir einvígið 2-0

Keflavík 68-80 Haukar

Haukar leiða einvígið 2-0

Fréttir
- Auglýsing -