spot_img
HomeFréttirÚrslit: Úrslitin réðust á línunni að Ásvöllum

Úrslit: Úrslitin réðust á línunni að Ásvöllum

 
Subwaybikarmeistarar KR ljúka árinu ósigraðar á toppi Iceland Express deildar kvenna eftir sinn ellefta deildarsigur í röð, í kvöld urðu Keflvíkingar fórnarlömb KR-maskínunnar þar sem lokatölur í DHL-Höllinni voru 70-55 KR í vil.
Unnur Tara Jónsdóttir var stigahæst hjá KR í kvöld með 15 stig en Birna Valgarðsdóttir gerði 22 stig í liði Keflavíkur.
 
Þá var hörkuspennandi slagur að Ásvöllum þar sem Íslandsmeistarar Hauka tóku á móti Hamri. Hamarskonur unnu leikinn 64-65 þar sem Ezell hefði getað tryggt Haukum sigurinn þegar leiktíminn rann út. Brotið var á Ezell í þriggja stiga skoti og Hamar tveimur stigum yfir. Ezell misnotaði tvö fyrstu skotin en það þriðja fór ofan í og þar við sat, Hamarssigur sem enn fylgja KR eins og skugginn í baráttunni um toppsætið.
 
Ezell gerði 32 stig í leiknum fyrir Hauka og mun vafalítið muna lengi eftir þessum þremur vítaskotum. Hjá Hamri var Koren Schram með 26 stig og 7 fráköst.
 
Grindavík vann öruggan sigur á Snæfell 81-54 í Röstinni í Grindavík. Michele DeVault var stigahæst í liði Grindavíkur með 27 stig og henni næst kom Petrúnella Skúladóttir með 15 stig. Hjá Hólmurum var Gunnhildur Gunnarsdóttir með 17 stig.
 
Njarðvíkur konur náðu að jafna metin við Val með 67-48 sigri í Ljónagryfjunni þar sem Shantrell Moss sallaði niður 28 stigum, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Hjá Val var Berglind Ingvarsdóttir stigahæst með 15 stig.
 
 
Ljósmynd/ [email protected] Ezell stóðst ekki pressuna í kvöld þegar hún fékk tækifæri til þess að landa sigri fyrir Hauka af vítalínunni.
Fréttir
- Auglýsing -