Í frestuðum leik síðan í síðustu viku voru það Tindastólsmenn sem sigruðu Njarðvíkinga og komu þar fram hefndum á tveimur tap leikjum gegn Njarðvík fyrr í vetur. 88:79 varð loka staða kvöldsins eftir að Njarðvíkingar höfðu leitt með 3 stigum í hálfleik, 40:43. Jeremy Atkinson var stigahæstur Njarðvíkinga með 21 stig og tók að auki 11 fráköst. Gamla rauðvínið, Darrel Lewis setti 22 stig fyrir Tindastól. Njarðvíkingar misstu þar með að góðu tækifæri að grípa utan um fjórða sæti deildarinnar en deila því enn með Haukum og Þór.
Tindastóll komust í 18 stig og eru í 7. sæti.
Í 1.deildinni voru það Skagamenn sem sigruðu gesti sína Breiðablik 69:61



