Fyrstu viðureign Tindastóls og Þórs úr Þorlákshöfn var að ljúka í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla þar sem Tindastólsmenn fóru með 97-85 sigur af hólmi. Stólarnir leiða því einvígið 1-0 en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.
Meira um leikinn síðar en hér að neðan eru helstu tölur úr viðureigninni. Þegar þetta er ritað stendur yfir framlenging í Hafnarfirði og eru leikar enn jafnir 78-78…
Tindastóll 1-0 Þór Þorlákshöfn
Tindastóll-Þór Þ. 97-85 (26-16, 19-28, 22-18, 30-23)
Tindastóll: Myron Dempsey 26/16 fráköst/3 varin skot, Pétur Rúnar Birgisson 19/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 18/6 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 10/13 fráköst/5 stoðsendingar, Darrell Flake 8/4 fráköst, Darrel Keith Lewis 7/5 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 5, Svavar Atli Birgisson 2, Helgi Freyr Margeirsson 2, Finnbogi Bjarnason 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Hannes Ingi Másson 0.
Þór Þ.: Darrin Govens 29, Tómas Heiðar Tómasson 19, Nemanja Sovic 12/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 9/8 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 8, Oddur Ólafsson 3/6 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 3/9 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 2, Davíð Arnar Ágústsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Þorsteinn Már Ragnarsson 0.
Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Jón Guðmundsson, Einar Þór Skarphéðinsson



