spot_img
HomeFréttirÚrslit: Þórsfögnuður - svona verður úrslitakeppnin!

Úrslit: Þórsfögnuður – svona verður úrslitakeppnin!

Í kvöld lauk deildarkeppninni í 1. deild karla þar sem Þór Akureyri fékk afhent sigurlaun sín fyrir sigur í deildarkeppninni. Þór skellti þá ÍA 107-74 á Akureyri og við fengum staðfest hvernig úrslitakeppnin verður skipuð. Þá eftir kvöldið sjáum við á eftir KFÍ inn í sögubækurnar en félagið lék sinn síðasta mótsleik á Íslandsmótinu í kvöld. Eftir 67-83 sigur á Ármanni er áratuga langri göngu KFÍ lokið og félagið Vestri sem mætir til leiks næsta tímabil.

Þá eftir leikir kvöldsins er ljóst að Reynir Sandgerði og Ármann eru fallin í 2. deild. Ármann gat bjargað sér með sigri í kvöld á KFÍ en verðandi Vestra-menn höfðu betur. 

Úrslit kvöldsins í 1. deild karla

 

Fjölnir 89-85 Skallagrímur

Þór Akureyri 107-74 ÍA

Valur 107-95 Breiðablik

Hamar 120-53 Reynir Sandgerði

Ármann 67-83 KFÍ 

 

Svona verður úrslitakeppnin í 1. deild karla en þar er barist um hvaða lið muni fara upp með Þór Akureyri í Domino´s-deild karla:

 

Fjölnir – ÍA

Valur – Skallagrímur 

 

Fjölnir og Valur verða með heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. 

 

Lokastaða 1. deildar karla (leik KFÍ og Ármanns vantar inn í lokastöðuna en KFÍ lauk deildarkeppninni með alls 8 stig)
 

Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Þór Ak. 15/3 30
2. Fjölnir 14/4 28
3. Valur 13/5 26
4. Skallagrímur 12/6 24
5. ÍA 11/7 22
6. Hamar 11/7 22
7. Breiðablik 7/11 14
8. KFÍ 3/14 6
9. Ármann 3/14 6
10. Reynir Sandgerði 0/18 0

 

Ljósmynd/ Páll Jóhannesson – Menn höfðu ástæðu til að gleðjast á Akureyri í kvöld. 

Fréttir
- Auglýsing -